Almennar upplýsingar um Vaxtarsamning Vesturlands
Vaxtarsamningur Vesturlands gildir frá árinu 2010 til 2014. Markmiðið með samningnum er að:
- Efla samstarf fyrirtækja, háskóla og opinberra stofnana um þróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins.
- Þróa áfram og efla klasasamstarf vaxtargreina svæðisins og efla svæðisbundna sérþekkingu á vel skilgreindum styrkleikasviðum.
- Fjölga samkeppnishæfum fyrirtækjum og störfum og efla framboð á vörum og þjónustu.
- Stuðla að útflutningi vöru og þjónustu og gjaldeyrisskapandi starfsemi.
- Nýta möguleika sem skapast með aðild að alþjóðlegum verkefnum.
- Laða að alþjóðlega fjárfestingu og þekkingu.
Í samningnum eru einnig skilgreindar sérstakar áherslur Vesturlands fyrir ofangreint tímabil. Þessar áherslur eru:
Áhersla lögð á uppbyggingu klasa og framgang rannsókna og þróunar á eftirfarandi sviðum:
- Nýsköpun og tækniþróun sem drifin er áfram af náttúrlegum aðstæðum, öflugum þekkingarsetrum og háskólastarfi á Vesturlandi. Starfsemi þekkingarsetra verði efld og sérstaklega hugað að tengslum þeirra við atvinnulífið á Vesturlandi.
- Efling og leit að möguleikum sem tengjast starfsemi og þjónustu við stóriðjuna á Grundartanga og leggja skal sérstaka áherslu á þekkingarstarfsemi og dreifingu slíkrar starfsemi.
- Sjálfbær ferðaþjónusta tengd sagnaarfi Vesturlands. Áhersla lögð á samtvinnun náttúruverndar, ferðaþjónustu og menningarstarfs.
- Matvæli og svæðisbundnar auðlindir Vesturlands. M.a. verði stutt við nýjar eldisgreinar á sjó og landi, vöruþróun og markaðssetningu afurða.
Hér má nálgast Vaxtarsamning Vesturlands 2010-2014 í heild sinni.